aif-frontbanner2.jpg
austur indiafjelagid 007.jpg
place-banner.jpg
aif-frontbanner2.jpg

Austur-Indíafjelagið


SCROLL DOWN

Austur-Indíafjelagið


Namaste

Í rúma tvo áratugi hafa gestir Austur-Indíafjelagsins notið ekta indversks matar í hlýlegu og notalegu umhverfi. Á tuttugasta afmælisárinu tók staðurinn algjörum stakkaskiptum m.a. með glæsilegum bar og rými fyrir einkasamkvæmi.  Sem fyrr er það besta úr indverskri matargerð á boðstólum. Verið velkomin í nýtt og stórglæsilegt Austur-Indíafjelag.

austur indiafjelagid 007.jpg

Indverskt og íslenskt


Fullkomin blanda indverskra krydda og íslensks hráefnis

Teymið okkar

Indverskt og íslenskt


Fullkomin blanda indverskra krydda og íslensks hráefnis

Teymið okkar

This Indian restaurant is so good, it would make more than one starred European chef grow green with envy.
— Louis Vuitton City Guide
An upmarket experience with a minimalist interior and a select choice of sublime dishes (a favourite is the Tandoori salmon) one of its finest features though is its lack of pretension - the atmosphere is relaxed and the service warm.
— Lonely Planet
Austur-Indíafjelagið has been serving genuine Indian food with the same high standard for over twenty years and is regarded as somewhat of a hidden gem.
— The Best Restaurants in the Nordics, The White Guide 2016
place-statue.jpg

Árið 1994 ákváðum við að nýta reynslu okkar úr veitingahúsarekstri og brennandi áhuga á matargerð og færa dásemdir indverska eldhússins til Íslendinga. Markmið okkar var í senn einfalt og einstætt: Að blanda saman fersku og framandi kryddi Indlands við besta fáanlegt íslenskt hráefni og bera það á borð af alúð í vingjarnlegu og þægilegu veitingahúsi.
 
Áskorunin sem beið okkar var mun meiri en við höfðum gert okkur grein fyrir. Innflutningur á kryddi var til dæmis ekki auðveldur og hvað þá að útvega atvinnuleyfi fyrir indverskt fagfólk sem við þurftum á að halda. Með þrautseigju og einlægum ásetningi tókst þetta og við fengum loks fyrsta matreiðslumeistarann okkar frá Suður-Indlandi. Okkur óx síðan ásmegin, þökk sé góðu umtali, og veitingahúsarýnar fóru að veita þessu nýja og framandi veitingahúsi athygli.

Austur-Indíafjelagið varð fljótt og örugglega reglubundinn áfangastaður matgæðinga og hefur æ síðan verið samnefnari þess besta úr indverskri matarhefð á Íslandi. Þar liggja rætur velgengninnar sem staðurinn hefur notið.
 
Á vormánuðum 2014 var síðan skráður nýr kafli í sögu Austur-Indíafjelagsins með stækkun og endurgerð. Þá urðu metnaðarfull kaflaskipti eftir 20 happasæl ár hjá Austur-Indíafjelaginu.
 
Með þakklæti og vinarkveðjum,

Chandrika og Gunnar Gunnarsson

place-banner.jpg

„Falinn gimsteinn“


Í hjarta Reykjavíkur

„Falinn gimsteinn“


Í hjarta Reykjavíkur

Hverfisgata 56 hefur verið heimili Austur-Indíafjelagsins allt frá stofnum árið 1994. Lengst af lá Hverfisgata í skugga Laugavegar, en í dag blómstrar hún sem aldrei fyrr. Handan bláu hurðarinnar við suðurhlið götunnar býr heimur Austur-Indíafjelagsins, sem gagnrýnendur hafa kallað „falinn gimstein“. 

 
 
 

Panta borð

Vinsamlegast hafið samband í gegnum síma eða með tölvupósti til að panta borð. Æskilegt er að panta borð samdægurs símleiðis.

552 1630

austurindia@austurindia.is

 

place-outside.jpg
renningur-gull.png