Mahipal Singh

Tandoori galdramaður

Mahipal er frá Uttarkand og hefur staðið við tandoori-ofninn eins lengi og hann man. Með matarhefðir Norður-Indlands í farteskinu hefur Mahipal tekist að gera hina aldagömlu grillhefð að sérgrein sinni.

Sheikh Jalauddin

Norður-indversk matargerð

Jalauddin er borinn og barnfæddur í Kolkata. Víðfeðma þekkingu á mat Norður-Indlands hefur Jalauddin öðlast með því að vinna á veitingahúsum allt frá Nýju-Delhí og suður til Kerala.

Johnson George

Suður-indversk matargerð

Johnson er ættaður frá kryddplantekru við Malabar-strandlengjuna og er þaulkunnugur sjávarfangi frá blautu barnsbeini. Hann er hæglætismaður sem hefur fullkomnað þá listgrein að blanda saman viðkvæmum kryddum við hin sterku til að töfra fram suður-indverskt sælgæti.

 

Manoj Kumar

Veitingastjóri

Manoj byggir á reynslu í eldamennsku allt frá bernsku og hefur bætt í reynslubrunn sinn vítt og breitt um Indland. Síðustu 14 ár hefur Manoj verið iðinn við að veita gestum okkar notalegar stundir á veitingastaðnum.

Jordy Mandolil Thampi

Barþjónn

Indverska matarævintýrið byrjar í höndum Jordys og töfrandi kokteilanna sem hann galdrar fram af miklu hugviti. Hjá Jordy færðu veigar sem eru hugvíkkandi og kalla fram kynjaheima krydda og gæla við bragðlaukana.

Dhyanjith Padmanaban

Yfirþjónn

Jith býr yfir þeirri sjaldgæfu reynslu að hafa fyrst öðlast réttindi sem kokkur áður en hann flutti sig fram og fór að bera krásir á borð gesta. Þetta nýtist honum ákaflega vel við að fullkomna ævintýri kvöldverðargesta okkar.